Effortless Mastery - Fyrirlestur
|
Kenny Werner tríó - einstök upplifun!Hvar: Salurinn
Hvenær: 27. apríl 2016 kl. 20.00 Heimsklassa djasspíanistinn og kennarinn Kenny Werner ásamt trommuleikaranum Ari Hoenig & Johannes Weidenmuller bassaleikara í fyrsta sinn á Íslandi. Kenny Werner er píanóleikari og tónskáld í heimsklassa og hafa verk hans og útsetningar heillað áheyrendur um víða veröld.Lagasmíðar hans bera vott um einstaklega frjóan huga og tónlist hans og ritverk hafa haft áhrif á fólk um allan heim. Kenny, sem hefur á sínum 40 ára ferli spilað með fremstu djasstónlistarmönnum heims, hefur síðasliðin 16 ár leikið með eigin tríói en það skipa auk hans Ari Hoenig trommuleikari og Johannes Weidenmueller bassaleikari. Þeir hafa ferðast víða með tónlist sína og munu nú leika í fyrsta skipti saman á Íslandi. Þá gefst einstakt tækifæri til að sjá hugmyndafræði Kenny Werner “Effortless Mastery” lifna við í eigin tónlistarsköpun. Tríóið lék fyrst saman í París árið 1999. Afraksturinn af því urðu 2 geislasdiskar, Form and Fantasy og Beat Degenaration. Kenny, Ari og Johannes hafa verið á tónleikaferðalögum í 15 ár og spila nú saman í fyrsta sinn á Íslandi. Tríóið sendi nýlega frá sér geisladiskinn Melodysem hlotið hefur frábæra dóma, m.a 4 stjörnur í tímaritinu Downbeat Magazine. All About Jazz hefur þessi orð um þá félaga: „A flexible concept of the individual's function is central to the sound of this trio, as is the notion that no idea is so powerful as to require unwavering allegiance. This music morphs frequently, as rhythms prance, flow, stutter, and stride in unexpected ways, and each musician has a hand in making that happen. Drummer Ari Hoenig is just as likely to drive the action as he is to trace the melodic contours of a passage, bassist Johannes Weidenmueller is a grounding force and a harmonically astute linchpin, and Werner is a wide-open reservoir of musical knowledge, imparting intelligent thought with his every movement. With a decade-and-a-half of shared experiences and several strong albums already under its belt, it should come as no surprise that this trio sounds as good as it does.“ |
Powered by