Tónheimar
  • Forsíða
  • Tónheimar
    • Nám í boði
    • Grunnskólar
    • Upplýsingar
    • Sækja um
    • Kennarar
    • Markmið
  • Hafðu samband
  • Sækja um
  • Forsíða
  • Tónheimar
    • Nám í boði
    • Grunnskólar
    • Upplýsingar
    • Sækja um
    • Kennarar
    • Markmið
  • Hafðu samband
  • Sækja um
Picture

Effortless Mastery - Fyrirlestur
​Kenny Werner

Hvar: Salurinn
Hvenær: 27. apríl 2016 kl. 16.30

​Kenny Werner talar um óttann og þær hindranir sem tilheyra því að spila og spinna tónlist. Kenny sýnir svo á sinn einstaka hátt hvernig hægt er að tengjast eigin sköpunarkrafti svo tónlistin fái að flæða óhindrað.


Kenny Werner er píanóleikari og tónskáld í heimsklassa og hafa verk hans og útsetningar heillað áheyrendur um víða veröld. Lagasmíðar hans bera vott um einstaklega frjóan huga og tónlist hans og ritverk hafa haft áhrif á fólk um allan heim. Kenny, sem hefur á sínum 40 ára ferli spilað með fremstu djasstónlistarmönnum heims, hefur síðasliðin 16 ár spilað með eigin tríói en það skipa auk hans Ari Hoenig trommuleikari og Johannes Weidenmueller bassaleikari. Þeir hafa ferðast víða með tónlist sína og munu nú leika í fyrsta skipti saman á Íslandi. Þá gefst einstakt tækifæri til að sjá hugmyndafræði Kenny Werner lifna við í eigin tónlistarsköpun.

Árið 1996 skrifaði Kenny Werner bókina Effortless Masterysem markaði þáttaskil í lífi hans. Síðan þá hefur hann ferðast um allan heim, haldið ótal masterklassa og gefið út kennsluefni á myndböndum þar sem hann sýnir hvernig tónlistarfólk, listafólk eða jafnvel fólk í viðskiptalífinu getur nýtt hugmyndafræði hans til að laða sitt besta fram. Hann kennir hvernig hægt er, með þjálfun og skýrum ásetningi, að auka gleðina í lífinu og spila lífið af fingrum fram á kostnað ótta og efasemda. Hvernig mögulegt er að vera höfundur að eigin lífi með því að tengjast þeim sköpunarkrafti sem í okkur býr þannig að hann flæði óhindrað og áreynslulaust.

Kenny, sem er fæddur árið 1951í Brooklyn New York, byrjaði ungur að aldri að spila á píanó og kom fyrst fram 11 ára í sjónvarpi. Hann nam klassískan píanóleik sem barn en naut þess frá upphafi að spila eftir eyranu og þá gjarnan eitthvað sem hann heyrði í útvarpinu. Náttúrlegur hæfileiki hans til að spinna tónlist leiddi hann í Berklee School of Music árið 1970. Þar naut hann handleiðslu hins þekkta píanókennara, Madame Chaloff (sem kenndi einnig  m.a. Keith Jarrett, Chick Corea og Herbie Hancock). Hennar kennsla varð honum mikill innblástur og leiðandi afl í sköpun hans og skrifum. Kenny ferðaðist svo til Brasilíu þar sem hann komst í kynni við píanóleikarann Joao Assis Brasil. Undir hans handleiðslu bættust við þau púsl sem sem Kenny þurfti  til að skapa heildarmyndina í þá hugmyndafræði sem kviknað hafði  hjá Madame Chaloff og leiddi til útkomu bókarinnar Effortless Mastery.
​
Áreynslulaus leikni (Effortless Mastery) felst í að læra og leika tónlist óhindrað og án hugsana, óttalaus með opnum og einbeittum huga. Áreynslulaus leikni færir nemandann handan hugans á þann stað sem Kenny kallar “rýmið”. Í því rými skapast tækifæri til að æfa meðvitað og upplifa frelsi í hljóðfæraleiknum. Margir missa ástríðuna fyrir tónlistinni og tenginguna við sitt hljóðfæri. Áreynslulaus leikni er aðferð til að endurheimta ástríðuna og sjálfstraustið.
Aðferð Kenny Werners gagnast ekki síður þeim sem sækjast eftir meiri árangri og gleði á hvaða sviði lífs síns sem er, hvort sem það tengist tómstundum, starfsframa eða persónulegu lífi. Kenny kemur boðskap sínum til skila í gegnum tónlist og tal. Einleikur hans hreyfir við þeim sem á hann hlýða og sýnir hvernig hugmyndir hans og aðferðir hafa borið ávöxt.
​
Kenny hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir tónsmíðar sínar og m.a. hlaut hann Guggenheim verðlaunin árið 2010 fyrir tímamótaverk sitt, No Beginning, No End, sem út kom árið 2007, tónlistarlegt ferðalag um lendur sorgar og missis, dauða og umbreytingar og slóð einnar lífsleiðar til annarrar.
Árið 2014 hefur Kenny Werner gegnt stöðu listræns stjórnanda deildarinnar The Effortless Mastery við Berklee College of Music.
Heimasíða Kenny

Kenny Werner tríó - einstök upplifun!

Hvar: Salurinn
Hvenær: 27. apríl 2016 kl. 20.00

​Heimsklassa djasspíanistinn og kennarinn Kenny Werner ásamt trommuleikaranum Ari Hoenig & Johannes Weidenmuller bassaleikara í fyrsta sinn á Íslandi.

Kenny Werner er píanóleikari og tónskáld í heimsklassa og hafa verk hans og útsetningar heillað áheyrendur um víða veröld.Lagasmíðar hans bera vott um einstaklega frjóan huga og tónlist hans og ritverk hafa haft áhrif á fólk um allan heim. Kenny, sem hefur á sínum 40 ára ferli spilað með fremstu djasstónlistarmönnum heims, hefur síðasliðin 16 ár leikið með eigin tríói en það skipa auk hans Ari Hoenig trommuleikari og Johannes Weidenmueller bassaleikari. Þeir hafa ferðast víða með tónlist sína og munu nú leika í fyrsta skipti saman á Íslandi. Þá gefst einstakt tækifæri til að sjá hugmyndafræði Kenny Werner “Effortless Mastery” lifna við í eigin tónlistarsköpun.
Tríóið lék fyrst saman í París árið 1999. Afraksturinn af því urðu 2 geislasdiskar, Form and Fantasy og Beat Degenaration. Kenny, Ari og Johannes hafa verið á tónleikaferðalögum í 15 ár og spila nú saman í fyrsta sinn á Íslandi. Tríóið sendi nýlega frá sér geisladiskinn Melodysem hlotið hefur frábæra dóma, m.a 4 stjörnur í tímaritinu Downbeat Magazine.
​
All About Jazz hefur þessi orð um þá félaga:
„A flexible concept of the individual's function is central to the sound of this trio, as is the notion that no idea is so powerful as to require unwavering allegiance. This music morphs frequently, as rhythms prance, flow, stutter, and stride in unexpected ways, and each musician has a hand in making that happen. Drummer Ari Hoenig is just as likely to drive the action as he is to trace the melodic contours of a passage, bassist Johannes Weidenmueller is a grounding force and a harmonically astute linchpin, and Werner is a wide-open reservoir of musical knowledge, imparting intelligent thought with his every movement. With a decade-and-a-half of shared experiences and several strong albums already under its belt, it should come as no surprise that this trio sounds as good as it does.“
Powered by
✕